laugardagur, maí 28, 2005

jæja...
Sit heima og skemmti mér alls ekki yfir leiðinlegri bíómynd í sjónvarpinu. Ógisslega gaman. Þó það sé gult merki í horninu þá er myndin ekkert krassandi. Ég er stödd í vítahring heimahangs. Var skipað að taka lífinu með ró eftir að blóðþrýstingurinn minn fór að hækka grunsamlega mikið. Á að gera sem minnst en samt má ég alveg gera smá. Má til dæmis fara í heimsóknir og sund en ég á að taka strætó og ekki labba of langt í strætóinn. Ég má líka bara hanga í heita pottinum en ekki synda(það er nú svo sem í lagi). Vinna er algjört bannorð í bili. Já, ég er núna hálfgildis aumingi. Voðalega hressandi. Eða kannski ekki.
Las grein í Birtu áðan um að einhverja rannsókn sem segir að dökkt súkkulaði lækki blóðþrýsting. Ég ætla að fara í búð á morgun og kaupa svoleiðis og sitja svo heima og vera feit og borða súkkulaði á milli þess sem ég spóka mig í sundi :) æji þetta er nú samt dálítið leiðinlegt. Við skulum nú samt vona að þetta lagist allt saman. Það hlýtur að gera það. Ekki dugir af drepast úr áhyggjum af of háum blóðþrýsting, þá fyrst verður þetta slæmt.
Lífið virðist sem betur fer ekki finna mikið fyrir þessum veikindum mínum þar sem það kúrir í myrkrinu og dundar sér við að stækka. Það sparkar reglulega og þá sérstaklega í hægri síðuna á mér. Mér finnst ósköp notalegt að liggja með hendurnar á bumbunni og finna hreyfingarnar í lófunum. Eins finnst mér gaman að horfa á magann bylgjast og hreyfast til. Þetta er náttúrulega allt alveg stórmerkilegt.

Annars fór ég í ekki síður merkilega útrskriftarveislu í gær, hjá henni Elínu Lóu frænku minni. Það var óskapæega gaman. Hitti fullt af fólki sem ég hef ekki hitt í lengri tíma, suma jafnvel aldrei. Veitingarnar voru líka með besta móti og ég át á mig gat að sjálfsögðu. Gott að vera með afsökun fyrir ofáti. Já þetta var mjög skemmtileg veisla, full af skemmtilegu fólki.
Nú er ég komin með náladofa í vinstri sköflung svo ég ætla að breyta um stellingu.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Ég horfði á Opruh ræða við konur útum allann heima áðan. Hef svo til aldrei horft á Opruh áður. Þrufti ekki að hugsa mig lengi um til að komast að því að mér finnst Oprah Winfrey vera drasl. Henni tókst að láta öll viðtölin snúast um sjálfa sig og hvað hún mundi gera og hvað allar amerískar konur eru heppnar að búa í Ameríku. Fuss og svei!!! Hún bara greip framí og konurnar sem voru í viðtölunum áttu fullt í fangi með að klára setningarnar sínar. Svo fannst mér uppfjöllunin um Sádí Arabíu vera algjört rugl. Eina sem var minnst á var einhver ein kona sem var lamin í klessu af manninum sínum. Hvernig getur þetta hjálpað okkur að kynnast lífi fólks í öðrum löndum?!? Þetta ýtir bara undir fordóma. Ég varð bara reið við að horfa á þetta. Það eina sem mér fannst í lagi voru konurnar sem komu frá Ísrael og Palestínu. Þær virtust vera að reyna að tala raunhæft um ástandið. Annars fannst mér Svanhildur standa sig mjög vel, þá sjaldan sem hún fékk að segja eitthvað.
Annað algjörlega óskiljanlegt í Mörtu-heimi. Hvernig fór Eva að því að vinna Yaya í ANTM?!?! Ég hélt með Yaya og mér fannst hún miklu meira hip og kúl. Það var örugglega af því að Yaya þótti hafa dansað of mikið .... :)

þriðjudagur, maí 10, 2005

Í fréttunum áðan var gömul kona. Hún sagðist prjóna mjög mikið. Nema á sunnudögum. Einu sinni dreymdi hana mann sem hafði drukknað. Hann hafði verið á bát sem hvolfdi og var sá eini sem bjargaðist ekki. Í draumnum sagði hann að það væri líklegast vegna þess að hann var í sokkum sem voru prjónaðir á sunnudegi. Gamla konan ákvað að storka ekki örlögunum og hefur ekki pjónað á sunnudögum eftir þennan draum.
Þar hafiði það.

sunnudagur, maí 01, 2005

Hressandi og skemmtilegt.
Ég skellti mér út á lífið í gær. Fór meira að segja í pils og allt. Ég skellti mér að sjálfsögðu á Sirkús og sat í 3 tíma. Eftir þriggja tíma setu, 3 maltflöskur og að minnska kosti 3 klósettferðir ákvað ég að yfirgefa samkvæmið og halda heim á leið. Það var nú samt gaman á meðan á því stóð. Hitti skemmtilegt fólk, spallaði og flissaði. Einhverjir óprúttnir aðilar ákváðu að taka af mér myndir og ég ákvað að verja rétt minn til einkalífs og heimtaði að myndinni yrði eytt. Það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og ég hætti að rífast.
Það er stundum erfitt að búa í samfélagi með öllum þessum ofvirku hormónum.
Í dag er ég búin að halda frídag verkalýðsins hátíðlegan og gera ekki neitt.
Til hamingju með daginn!
Helvítis blogspot.... Núna mega allir giska á hvenær ég skrifaði þetta blogg!!!
dauði og ömurð :) nei nei þetta verður nú alltí lagi. Þetta er allt saman ágætt og Ísafjörður á morgun og ég er skræfa.