sunnudagur, maí 01, 2005

Hressandi og skemmtilegt.
Ég skellti mér út á lífið í gær. Fór meira að segja í pils og allt. Ég skellti mér að sjálfsögðu á Sirkús og sat í 3 tíma. Eftir þriggja tíma setu, 3 maltflöskur og að minnska kosti 3 klósettferðir ákvað ég að yfirgefa samkvæmið og halda heim á leið. Það var nú samt gaman á meðan á því stóð. Hitti skemmtilegt fólk, spallaði og flissaði. Einhverjir óprúttnir aðilar ákváðu að taka af mér myndir og ég ákvað að verja rétt minn til einkalífs og heimtaði að myndinni yrði eytt. Það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og ég hætti að rífast.
Það er stundum erfitt að búa í samfélagi með öllum þessum ofvirku hormónum.
Í dag er ég búin að halda frídag verkalýðsins hátíðlegan og gera ekki neitt.
Til hamingju með daginn!
Helvítis blogspot.... Núna mega allir giska á hvenær ég skrifaði þetta blogg!!!
dauði og ömurð :) nei nei þetta verður nú alltí lagi. Þetta er allt saman ágætt og Ísafjörður á morgun og ég er skræfa.

Engin ummæli: