laugardagur, maí 28, 2005

jæja...
Sit heima og skemmti mér alls ekki yfir leiðinlegri bíómynd í sjónvarpinu. Ógisslega gaman. Þó það sé gult merki í horninu þá er myndin ekkert krassandi. Ég er stödd í vítahring heimahangs. Var skipað að taka lífinu með ró eftir að blóðþrýstingurinn minn fór að hækka grunsamlega mikið. Á að gera sem minnst en samt má ég alveg gera smá. Má til dæmis fara í heimsóknir og sund en ég á að taka strætó og ekki labba of langt í strætóinn. Ég má líka bara hanga í heita pottinum en ekki synda(það er nú svo sem í lagi). Vinna er algjört bannorð í bili. Já, ég er núna hálfgildis aumingi. Voðalega hressandi. Eða kannski ekki.
Las grein í Birtu áðan um að einhverja rannsókn sem segir að dökkt súkkulaði lækki blóðþrýsting. Ég ætla að fara í búð á morgun og kaupa svoleiðis og sitja svo heima og vera feit og borða súkkulaði á milli þess sem ég spóka mig í sundi :) æji þetta er nú samt dálítið leiðinlegt. Við skulum nú samt vona að þetta lagist allt saman. Það hlýtur að gera það. Ekki dugir af drepast úr áhyggjum af of háum blóðþrýsting, þá fyrst verður þetta slæmt.
Lífið virðist sem betur fer ekki finna mikið fyrir þessum veikindum mínum þar sem það kúrir í myrkrinu og dundar sér við að stækka. Það sparkar reglulega og þá sérstaklega í hægri síðuna á mér. Mér finnst ósköp notalegt að liggja með hendurnar á bumbunni og finna hreyfingarnar í lófunum. Eins finnst mér gaman að horfa á magann bylgjast og hreyfast til. Þetta er náttúrulega allt alveg stórmerkilegt.

Annars fór ég í ekki síður merkilega útrskriftarveislu í gær, hjá henni Elínu Lóu frænku minni. Það var óskapæega gaman. Hitti fullt af fólki sem ég hef ekki hitt í lengri tíma, suma jafnvel aldrei. Veitingarnar voru líka með besta móti og ég át á mig gat að sjálfsögðu. Gott að vera með afsökun fyrir ofáti. Já þetta var mjög skemmtileg veisla, full af skemmtilegu fólki.
Nú er ég komin með náladofa í vinstri sköflung svo ég ætla að breyta um stellingu.

Engin ummæli: