sunnudagur, júní 22, 2008

Helgin í myndum og pínu máli.
Þetta var með því betra. Sól, rigning, tjald, veiði, grill, sund og fleira skemmtilegt.
Ég hjarta sumar.

miðvikudagur, júní 11, 2008

Dásemdarmorgun.
Alveg var ég búin að gleyma því hvað það er yndislega ljómandi að sitja ein á svölum. Mér finnst líka gaman að hlusta á flugvélarnar og vindinn og verða heitt í framan af sólinni.
Bókin er að verða búin en ekkert sem bíður mín annað en önnur skemmtileg bók.
Stundum er alveg best að vera ein í fríi á virkum degi.
Sólgleraugu kæmu sér samt alveg vel.

Viðbót: Hvernig er hægt að vera með sólarvarnarbrúsann á lofti hálfan daginn og gleyma að bera á bringuna, mesta hættusvæðið?

Ég held að þvottavélin sé að gefa upp öndina. Engin brjóstahaldaraspöng í henni núna en hún jarmar samt.