sunnudagur, júlí 31, 2005

æji já ...
Mest lítið bara ... ekkert merkilegt svo sem.
Er búin að vera að vinna alla helgina og er að fara að vinna á morgun. Fæ svo frí í einn dag og vinn svo mið og fim og svo er ég HÆTT! Mikið óskaplega verður það ljómandi fínt. Mig er farið að langa til að gera svo margt annað en að vinna. Mig langar bara að vera að skipuleggja. Skipuleggja og raða. Það hljómar skemmtilega. Er búin að þvo eina þvottavél af fötum og nú þarf bara að strauja og raða. Mig vantar líka eiginlega kommóðu til að setja fötin í. Það hlýtur að birtast hérna kommóða áður en ég veit af.
en já. Júpíter hefur það gott eftir því sem ég best veit. Hann virðist þó ennþá sitja sem fastast. Það verður gerð tilraun til að snúa honum á föstudaginn en þangað til reyni ég bara að segja honum að snúa sér við og skríð reglulega um á fjórum fótum til að hvetja hann áfram.
Jámm verslunarmannhelgin er algjörlega að fara fram hjá mér. Einu merkin sem ég er búin að sjá voru þegar ég var að fara í vinnuna í gærmorgun. Þá lá áfengisdauður maður/strákur undir póstkössunum í andyrinu. Þegar ég opnaði hurðina á hann og klofaði yir hann lét hann rifa í augun og mér fannst ég sjá að hann hugsaði:"shitt fokk .. hvar er ég ... ónei". Þá var ég fegin að vera bara heiðarlega ólétta konan á leið í vinnuna.
yfir

sunnudagur, júlí 17, 2005

Nú er ég allt í einu farin að skilja hvernig gamalmennum líður. Eitt sem ég hef fram yfir gamalmennin er að ég sé fram á að þetta ástand mun taka enda og að öllum líkindum mun ég lifa til að segja frá því.
Ég hlakka til þegar ég get staðið upp án vandræða.
Ég hlakka til þegar ég get sest niður án vandræða ;)
Ég hlakka til þegar ég get snúið mér í rúminu án þess að vakna.
Ég hlakka til þegar ég get legið á sömu hliðinni í smástund án þess að fá verk einhvers staðar.
Ég hlakka til þegar ég get sofið heila nótt án þess að fara á klósettið.
Ég hlakka til þegar ég get misst hluti í gólfið án þess að kvíða fyrir því að taka þá upp.
Ég hlakka til þegar ég hætti að sulla endalaust niður á mig.
Ég hlakka til að geta borðað ógeðslega mikið af snakki og skola því niður með kóki án þess að vakna daginn eftir eins og uppblásin blaðra.
Ég hlakka til að fara í gallabuxur (hvenær sem það mun gerast!)
Ég hlakka til að eiga föt til skiptana.
Og ég hlakka ótrúlega mikið til að sjá þessa manneskju sem buslar þarna inní mér. Hlakka til að sjá hvernig hann/hún lítur út.
Hlakka til að kynnast Júpíter.

mánudagur, júlí 11, 2005

Hef nú aldeilis ljómandi fínt. Ligg í sófanum heima hjá mér í fínu íbúðinni að hanga í tölvunni með fínu adsl tengingunni. Þetta er allt saman alveg ljómandi notalegt. Ég er bín að fara í Ieka og versla frá mér allt vit og nú er íbúðin mun notalegri. Ég keypti m.a. 10 kertastjaka svo það ætti ekki að væsa um mig.
Í augnablikinu er ég að bíða eftir að þvottavélin klári svo ég geti sett í þurrkarann svo þarf ég að fara út og sinna hinum ýmsu erindum. Mér finnst bara svo gott að vera hérna að ég nenni ekkert að fara út. Mér finnst ég endalaust geta verið hér að dunda mér við að gera fínna.
Það er dálítið erfitt að liggja svona með tölvuna. Bumban hristist til að frá og ég held að Júpíter sé að reyna að segja mér að hann vilji ekki hafa svona tæki ofan á sér.
Annars hef ég það bara fínt og Júpíter líka eftir því sem ég best veit. Ég verð þó stöðugt óléttari. Farin að vagga og labba undarlega og svona.
Í þessari stórkostlegu nýju íbúð er baðkar sem ég elska ótrúlega mikið. Það er svo langt síðan ég hef átt baðkar að ég var alveg búin að gleyma hvað það er gott að liggja í baði tímunum saman og gera ekki neitt. Verst hvað það er erfitt að koma sér uppúr því.
Jæja þvottur kallar