mánudagur, júlí 11, 2005

Hef nú aldeilis ljómandi fínt. Ligg í sófanum heima hjá mér í fínu íbúðinni að hanga í tölvunni með fínu adsl tengingunni. Þetta er allt saman alveg ljómandi notalegt. Ég er bín að fara í Ieka og versla frá mér allt vit og nú er íbúðin mun notalegri. Ég keypti m.a. 10 kertastjaka svo það ætti ekki að væsa um mig.
Í augnablikinu er ég að bíða eftir að þvottavélin klári svo ég geti sett í þurrkarann svo þarf ég að fara út og sinna hinum ýmsu erindum. Mér finnst bara svo gott að vera hérna að ég nenni ekkert að fara út. Mér finnst ég endalaust geta verið hér að dunda mér við að gera fínna.
Það er dálítið erfitt að liggja svona með tölvuna. Bumban hristist til að frá og ég held að Júpíter sé að reyna að segja mér að hann vilji ekki hafa svona tæki ofan á sér.
Annars hef ég það bara fínt og Júpíter líka eftir því sem ég best veit. Ég verð þó stöðugt óléttari. Farin að vagga og labba undarlega og svona.
Í þessari stórkostlegu nýju íbúð er baðkar sem ég elska ótrúlega mikið. Það er svo langt síðan ég hef átt baðkar að ég var alveg búin að gleyma hvað það er gott að liggja í baði tímunum saman og gera ekki neitt. Verst hvað það er erfitt að koma sér uppúr því.
Jæja þvottur kallar

Engin ummæli: