laugardagur, september 23, 2006


Um daginn missti ég myndavélina mína í gólfið. Þar sem ég var svo fyrirhyggjusöm að tryggja hana þegar ég keypti hana gat ég bara farið með hana og fengið nýja. Án þess að borga. krónu fyrir. Sem betur fer fyrir mig þá er myndavél eins og mín ekki lengur til þannig að ég fékk aðra sambærilega í staðinn. OMG hún er miklu flottari en gamla vélin!!!
Hefur alls kyns frábæra fítusa. Einn af þeim er að hægt er að setja ramma utan um myndir.
Þar sem mér þykir mjög vænt um mig þá læt ég fylgja hér mynd að mér sem ég lagaði til og rammaði inn á fallegan en samt sem áður einfaldan hátt....Njótið:)

fimmtudagur, september 21, 2006

Ég á við lúxus-vandamál að stríða. Ég á of mikið af vinum og of lítin tíma til að sinna þeim. Ég er heppin með vandamál.

Skólinn skólinn skólinn. Lærði efnafræði í allann dag, ótrúlega dugleg. Skil núna kannski smá eitthvað já. Þarf núna að fara að læra anatomíu. Verð víst að læra eitthvað svo ég megi fá mér pásu, boðar ekkert gott að byrja á pásunni.

Það er hér um bil komið á hreint að barnið verður sent í útlegð til Færeyja á meðan móðir drekkir sér í skólabókum. Til að búa til góða framtíð þarf víst að fórna einhverju í nútíð. Ég er strax byrjuð að fá kvíðahnút í magann því ég veit ekki hvernig ég mun geta.... Hvernig við munum geta... úff..

En jæja.. Anatomía.

sunnudagur, september 10, 2006


Stundum baka ég kökur, tek til, þvæ þvott. Oftast hugsa ég um barn. En þess á milli er ég að læra.
Það er gaman að læra og fyndið að hlæja.
Er samt ekki alveg að skilja oxunartölu.

mánudagur, september 04, 2006

Don't confuse me with facts - my mind is already made up.

Kviss bamm búmm skóli!
Nú þarf ég bara að kaupa möppur, raða og skipuleggja. Kaupa , kaupa , kaupa.... Sem betur fer á ég flestar bækurnar.

Hún á afmælí dag, hún á afmælí dag, hún á afmæl'ún þuríður, hún á afmælí dag!!!!

Í tilefni af þessu afmæli fór ég út á laugardagskvöldið. Drakk fleiri en einn, tvo eða þrjá bjóra. Ég talaði, dansaði, labbaði og hitti fullt fullt af fólki sem ég hef ekki hitt árum saman.
Til dæmis Bjarna - jább Bjarni þú varst nú ekki leiðinlegur :)
Dansaði breytta og bætta útgáfu af bump-dansinum. Újé .. svaka gaman :)
Endaði kvöldið í pullunni hjá Sve þar sem ég úðaði í mig og labbaði svo heim.
Fór á fætur klukkan 10 morguninn eftir. Ekki mjög hress skal ég segja ykkur. En þó nógu hress til að fara í bakaríið. Keypti kók og sætindi. Það er skemmst að segja frá því að eftir það lá leiðin beinustu leið niður á við. Ég gat hvorki drukkið kókið né borðað sætindin. Ég gat ekki talað í símann og ég gat ekki setið í sófanum. Ég gat bara legið.
Lá í sófanum til 6, þá fór leiðin aftur að liggja uppá við og allt varð í lagi þar til hámarkinu var náð með feitum burger og kóki á miðnætti :)
Hils..