fimmtudagur, september 21, 2006

Ég á við lúxus-vandamál að stríða. Ég á of mikið af vinum og of lítin tíma til að sinna þeim. Ég er heppin með vandamál.

Skólinn skólinn skólinn. Lærði efnafræði í allann dag, ótrúlega dugleg. Skil núna kannski smá eitthvað já. Þarf núna að fara að læra anatomíu. Verð víst að læra eitthvað svo ég megi fá mér pásu, boðar ekkert gott að byrja á pásunni.

Það er hér um bil komið á hreint að barnið verður sent í útlegð til Færeyja á meðan móðir drekkir sér í skólabókum. Til að búa til góða framtíð þarf víst að fórna einhverju í nútíð. Ég er strax byrjuð að fá kvíðahnút í magann því ég veit ekki hvernig ég mun geta.... Hvernig við munum geta... úff..

En jæja.. Anatomía.

Engin ummæli: