laugardagur, september 23, 2006


Um daginn missti ég myndavélina mína í gólfið. Þar sem ég var svo fyrirhyggjusöm að tryggja hana þegar ég keypti hana gat ég bara farið með hana og fengið nýja. Án þess að borga. krónu fyrir. Sem betur fer fyrir mig þá er myndavél eins og mín ekki lengur til þannig að ég fékk aðra sambærilega í staðinn. OMG hún er miklu flottari en gamla vélin!!!
Hefur alls kyns frábæra fítusa. Einn af þeim er að hægt er að setja ramma utan um myndir.
Þar sem mér þykir mjög vænt um mig þá læt ég fylgja hér mynd að mér sem ég lagaði til og rammaði inn á fallegan en samt sem áður einfaldan hátt....Njótið:)

Engin ummæli: