mánudagur, september 04, 2006

Don't confuse me with facts - my mind is already made up.

Kviss bamm búmm skóli!
Nú þarf ég bara að kaupa möppur, raða og skipuleggja. Kaupa , kaupa , kaupa.... Sem betur fer á ég flestar bækurnar.

Hún á afmælí dag, hún á afmælí dag, hún á afmæl'ún þuríður, hún á afmælí dag!!!!

Í tilefni af þessu afmæli fór ég út á laugardagskvöldið. Drakk fleiri en einn, tvo eða þrjá bjóra. Ég talaði, dansaði, labbaði og hitti fullt fullt af fólki sem ég hef ekki hitt árum saman.
Til dæmis Bjarna - jább Bjarni þú varst nú ekki leiðinlegur :)
Dansaði breytta og bætta útgáfu af bump-dansinum. Újé .. svaka gaman :)
Endaði kvöldið í pullunni hjá Sve þar sem ég úðaði í mig og labbaði svo heim.
Fór á fætur klukkan 10 morguninn eftir. Ekki mjög hress skal ég segja ykkur. En þó nógu hress til að fara í bakaríið. Keypti kók og sætindi. Það er skemmst að segja frá því að eftir það lá leiðin beinustu leið niður á við. Ég gat hvorki drukkið kókið né borðað sætindin. Ég gat ekki talað í símann og ég gat ekki setið í sófanum. Ég gat bara legið.
Lá í sófanum til 6, þá fór leiðin aftur að liggja uppá við og allt varð í lagi þar til hámarkinu var náð með feitum burger og kóki á miðnætti :)
Hils..

Engin ummæli: