þriðjudagur, ágúst 29, 2006


Ég er búin að fá ótrúlega margar snilldar-blogghugmyndir síðustu daga. Einhvern vegin hefur mig þó skort nennu til að framkvæma. Ég skal stolt bera titilinn "aumingjabloggari". Hef einhvern vegin svo margt að gera að dagarnir líða áfram hver á fætur öðrum án þess að ég geri neitt. Samt er tilfinningin alltaf sú að ég hafi ekki tíma til að gera nokkurn skapaðan hlut því ég er alltaf svo bissí. Skrýtið já. Annars fagnaði besta barnið fyrsta afmælinu sínu á laugardaginn. Hann var veikur á afmælisdaginn eins og sönnu leikskólabarni sæmir. Ég hef hins vegar sjaldan verið eins stolt eins og þegar gestir komu og gæddu sér á kökum sem ÉG bakaði algjörlega sjálf. Allt bragðaðist eins og það átti að vera og jafnvel betur. Ég fann hvernig húsmóðurtaugarnar belgdust út af stolti og gleði yfir að hafa framkæmt þetta ;) Komst samt að því dagana fyrir afmæli að það er ekki einnar manneskju verk að hugsa um veikt barn og skipuleggja og undirbúa afmæli. Það er eiginlega ekki hægt. Þess vegna vil þakka ég ykkur sem hjálpuðuð mér, ég hefði svo innilega ekki getað þetta án ykkar. Bara alls ekki. Góður vinur getur gert kraftaverk. Á þessu eina ári er ég búin að komast að því af hverju maðurinn parar sig saman. Ég skil af hverju það er æskilegra að vera tveir að gera suma hluti. Stundum væri svo fínt að hafa einhvern til að fagna sigrunum með. Einhvern sem þykir þetta jafn frábært og mér. Einhvern sem er jafn furðu lostin yfir þessu öllu og ég. En svo er annað mál að ég má líka eigna mér allann heiðurinn. Ég má líka haga uppeldinu eins og ég vil því það er hvort sem er bara ég sem díla við allt. Ein. En ég fæ líka allt, allt knúsið og alla ástina, ég er alvaldur. Ég hugga, skamma, skeini, klæði, baða, svæfi, mata,knúsa, kjassa, leik, syng og spjalla. Það er líka bara svo gaman. Því verðlaunin er svo ótrúlega ótrúlega ótrúleg. Ég bið þá bara að heilsa í bili.

Engin ummæli: