föstudagur, ágúst 11, 2006

Tölvan loksins komin úr viðgerð.
Ég er annars búin að vera að tapa mér úr nostalgíu yfir að það sé ár síðan lífið mitt byrjaði að vera í alvörunni skemmtilegt. Leiðin virðist líka bara liggja endalaust uppá við .
Svo er ég byrjuð að læra efnafræði svo ég meiki nú að rúlla upp þessum blessaða klásus í haust. Fer í 3 tíma á dag alla virka dag og hugsa um sameindir og annað slíkt. Voða gaman.
Það er líka mjög gott að byrja svona rólega í skólanum, þegar hann byrjar af fullum krafti í haust þá er ég amk aðeins búin að venjast því að vera að læra.
Kvíði samt fyrir þvi að geyma barnið annars staðar allann daginn. Eeen þetta verður víst að gerast svo við getum haft það gott saman áfram.
Mér finnst eiginlega bara ágætt að það sé að koma haust því þá getur maður hætt að vona að það komi gott veður og verið bara sáttur við rigninguna og rokið, svoleiðis eiga haustin jú að vera.
Annars er dagurinn í dag mjög merkilegur því hún Hjördís á afmæli í dag. Því miður er hún í Langtíburtistan að hafa það gott svo ég sendi henni bara risa knús og milljón kossa í gegnum veraldarvefinn, svo vona ég að dagurinn hafi verið góður.

Yfir.

p.s. kannsi setti ég núna met í að blogga andlaust og leiðinlegt, jah maður spyr sig ;)

Engin ummæli: