miðvikudagur, október 24, 2007

Camper.
Í dag tókst mér loksins að fara með fínu fínu skóna mína til skósmiðsins. Er búin að hlakka mikið til að láta gera við þá og fá þá aftur til baka heila og fína.
Á nokkrum sekúndum urðu vonir mínar að engu. Skósmiðurinn tróð penna í gegnum ein samskeytin á skónum og tilkynnti mér um leið andlát þeirra.
Hann stækkaði ekkert gatið með pennanum heldur var það svona stórt fyrir. Sagði mér að þegar það væru komin svona göt á skó þá væru þeir ónýtir.
Hann sagði mér líka að hann gæti alveg gert við þá en það kostaði 5þús. En mælti ekki með því. Ég reyndi að malda í móinn með því að beita þeim rökum að skóparið kostaði 13þús svo ég væri í raun að græða. Hann neitaði alveg að trúa því og sagði mér að kaupa nýja skó.
Að lokum sættumst við á það að gömlu skórnir fengju að deyja með reisn. Þeir verða framvegis einungis nýtt þegar þurrt er í veðri.
Eruð þið að sjá það fyrir ykkur? Að það verði einhvern tíma þurrt aftur? Hvernær ætli komi nógu mikill þurrkur til að ég geti farið út í uppáhaldsskónum? Á næsta ári kannski ?
Núna verð ég konan sem er alltaf í gönguskóm. Alltaf.
Áður átti ég nóg af skóm, svo fer eitt par til fj.... og nú á ég alltí einu enga skó.
Ég á reyndar converse skó - með gati á botninnum. Ekki vatnsheldir.
og einhverja striagskó sem eru úr striga - ekki vatnsheldir.
Jæja það eru gönguskórnir góðu.
Eina sem kemur gott úr þessu er að ég neyðist til að kaupa mér nýja skó! Gjörsamlega neyðist - og ætli ég verði ekki að kaupa mér rándýra camper skó? Það voru jú þeir sem eyðilögðust. Þeir eru altmugligt skór svo að tæknilega séð borga þeir sig :)

Jæja.. best að halda áfram að skoða sár og sárabotna. Heillandi.

laugardagur, október 13, 2007

Jiminn eini hvað það er hroðaleg mynd í sjónvarpinu.

Mér finnst stundum svo magnað hvað margt hefur breyst. Allt hefur breyst. Samt eru bara þrjú ár síðan. Þrjú ár eru svo stuttur tími. Samt alveg heil eilífð.
Í sumar hitti ég mann í vinnunni. Hann þekkir mig frá öðrum tíma, frá mun skrýtnari tíma fyrir löngu síðan. Það var dálítið gaman. Svolítið svona "þetta gat ég".
En jæja já....

Svo spái ég stundum alveg ótrúlega mikið í útlendingnum sem á heiður skilinn fyrir þátt sinn í þessum breytingum.
Það er stundum svo skrýtið að vita bara ekkert um hann en vera þó með svona stóran hluta af honum hjá mér.
Útlendingurinn virðist vera alveg sérlega hógvær þar sem það heyrist hvorki hósti né stuna úr þeirri áttinni. Það væri bara svo gaman að vita eitthvað aðeins meira, eiga myndir og vita eitthvað hvaðan hann kemur. Er það hann sem á þessar stóru fætur? háu kollvikin? ... það er svo margt fleira.
Mig vantar alveg nokkra bita í púslið.

Að öðru... í framtíðnni verður 13 okt frátekinn sem afmælisdagur lítillar stelpu sem fæddist í nótt. Ég hlakka til að kynnast henni.

update 14/10 : í hyldjúpum internetsins fundust þónokkrir bitar í umrætt púsl. Fleiri en hafa sést áður. Hressandi.

mánudagur, október 01, 2007

jæja já...
Á fimmtudaginn komst ég að því að netið heima hjá mér var ekki til staðar lengur. Ég varð vægast sagt pirruð. Hringdi í RHI og komst að því að tölvan mín hlyti að vera að gera mér einhvern óleik.
Fiktaði í greyinu fram og til baka og ekkert gerðist.
Ég sá mér þann kost vænstan að taka bara til, elda mat, tala við barn og læra.... það var sem sagt það sem ég gerði um helgina.
Reyndar hljóp ég á lessstofu í korter, hentist á netið og fannst ég eiga allann heiminn.
Ekkert bólað enn á netinu í morgun svo ég ákvað að hringja aftur í RHI.
Þá kom í ljós að ég var ekkert sú eina sem hringdi. Ég var bara svo óheppin að vera sú fyrsta.
Tölvan mín átti sem sagt ekki skilið allt fiktið.
En við Jósafat áttum huggulega helgi.
Hann virðist samt vera að sigla inní eitthvað "terrible two skeið". Kannski ekkert svo terrible en þó dálítið svona stundum.

Mæðgin hjóla hamingjusöm af stað - móðir hjólar og barn situr í nokkurs konar kerru aftan á. Voða náttúruvænt og almennt huggulegt.
Væl heyrist aftan af hjóli.
Jósafat: teppi.
Mamman stoppar hjólið: viltu teppið?
Nei....
Á ég að taka teppið?
Nei...
Hjóla aftur af stað...
væl.. "TEPPI" væl...
hættu að væla - notaðu venjulegu röddina!
Teppi!
viltu hafa teppið á fótunum?
jaaaaá. (sagt í "já auðvitað ég var ekki búin að átta mig á því" tóni)
ok.
Hjólum aftur af stað.