jæja já...
Á fimmtudaginn komst ég að því að netið heima hjá mér var ekki til staðar lengur. Ég varð vægast sagt pirruð. Hringdi í RHI og komst að því að tölvan mín hlyti að vera að gera mér einhvern óleik.
Fiktaði í greyinu fram og til baka og ekkert gerðist.
Ég sá mér þann kost vænstan að taka bara til, elda mat, tala við barn og læra.... það var sem sagt það sem ég gerði um helgina.
Reyndar hljóp ég á lessstofu í korter, hentist á netið og fannst ég eiga allann heiminn.
Ekkert bólað enn á netinu í morgun svo ég ákvað að hringja aftur í RHI.
Þá kom í ljós að ég var ekkert sú eina sem hringdi. Ég var bara svo óheppin að vera sú fyrsta.
Tölvan mín átti sem sagt ekki skilið allt fiktið.
En við Jósafat áttum huggulega helgi.
Hann virðist samt vera að sigla inní eitthvað "terrible two skeið". Kannski ekkert svo terrible en þó dálítið svona stundum.
Mæðgin hjóla hamingjusöm af stað - móðir hjólar og barn situr í nokkurs konar kerru aftan á. Voða náttúruvænt og almennt huggulegt.
Væl heyrist aftan af hjóli.
Jósafat: teppi.
Mamman stoppar hjólið: viltu teppið?
Nei....
Á ég að taka teppið?
Nei...
Hjóla aftur af stað...
væl.. "TEPPI" væl...
hættu að væla - notaðu venjulegu röddina!
Teppi!
viltu hafa teppið á fótunum?
jaaaaá. (sagt í "já auðvitað ég var ekki búin að átta mig á því" tóni)
ok.
Hjólum aftur af stað.
mánudagur, október 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
algjör jósafat! :)
Hahaha dúllan :)
Skrifa ummæli