miðvikudagur, október 24, 2007

Camper.
Í dag tókst mér loksins að fara með fínu fínu skóna mína til skósmiðsins. Er búin að hlakka mikið til að láta gera við þá og fá þá aftur til baka heila og fína.
Á nokkrum sekúndum urðu vonir mínar að engu. Skósmiðurinn tróð penna í gegnum ein samskeytin á skónum og tilkynnti mér um leið andlát þeirra.
Hann stækkaði ekkert gatið með pennanum heldur var það svona stórt fyrir. Sagði mér að þegar það væru komin svona göt á skó þá væru þeir ónýtir.
Hann sagði mér líka að hann gæti alveg gert við þá en það kostaði 5þús. En mælti ekki með því. Ég reyndi að malda í móinn með því að beita þeim rökum að skóparið kostaði 13þús svo ég væri í raun að græða. Hann neitaði alveg að trúa því og sagði mér að kaupa nýja skó.
Að lokum sættumst við á það að gömlu skórnir fengju að deyja með reisn. Þeir verða framvegis einungis nýtt þegar þurrt er í veðri.
Eruð þið að sjá það fyrir ykkur? Að það verði einhvern tíma þurrt aftur? Hvernær ætli komi nógu mikill þurrkur til að ég geti farið út í uppáhaldsskónum? Á næsta ári kannski ?
Núna verð ég konan sem er alltaf í gönguskóm. Alltaf.
Áður átti ég nóg af skóm, svo fer eitt par til fj.... og nú á ég alltí einu enga skó.
Ég á reyndar converse skó - með gati á botninnum. Ekki vatnsheldir.
og einhverja striagskó sem eru úr striga - ekki vatnsheldir.
Jæja það eru gönguskórnir góðu.
Eina sem kemur gott úr þessu er að ég neyðist til að kaupa mér nýja skó! Gjörsamlega neyðist - og ætli ég verði ekki að kaupa mér rándýra camper skó? Það voru jú þeir sem eyðilögðust. Þeir eru altmugligt skór svo að tæknilega séð borga þeir sig :)

Jæja.. best að halda áfram að skoða sár og sárabotna. Heillandi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var næstum byrjuð að skrifa jei! að þú hefðir loksins farið með skóna í viðgerð en svo las ég áfram :(
Held annars að það verði næst þurrt í maí 2008, þú getur alveg geymt Camper skóna bara inni í skáp þangað til ;)

Gríshildur sagði...

gönguskór rokka :) fer ekki úr mínum þessa dagana...

grojbalav sagði...

Óli keypti stíbba í júróprís, helv..góður díll það. Það var nánast borgað með þeim. Held að veðrið bjóði ekki upp á annað en fótabúnað úr gúmmíi.
Annars held ég að það sé alltaf málið að eiga góða camperskó, þeir eru eiginlega eins og góð vetrardekk sem koma manni allt. Maður neyðist samt til að skipta um dekk á nokkura ára fresti, það er það sama með camper. Því er nú ver og miður.

Nafnlaus sagði...

Guð blessi uppáhaldsskóna!

sjitt hvað við erum að fara að tjútta saman eftir aðeins 8 daga!!! gööövöð hvað það verður haman!:D

Nafnlaus sagði...

haman og gaman.. potato/poteito