laugardagur, október 13, 2007

Jiminn eini hvað það er hroðaleg mynd í sjónvarpinu.

Mér finnst stundum svo magnað hvað margt hefur breyst. Allt hefur breyst. Samt eru bara þrjú ár síðan. Þrjú ár eru svo stuttur tími. Samt alveg heil eilífð.
Í sumar hitti ég mann í vinnunni. Hann þekkir mig frá öðrum tíma, frá mun skrýtnari tíma fyrir löngu síðan. Það var dálítið gaman. Svolítið svona "þetta gat ég".
En jæja já....

Svo spái ég stundum alveg ótrúlega mikið í útlendingnum sem á heiður skilinn fyrir þátt sinn í þessum breytingum.
Það er stundum svo skrýtið að vita bara ekkert um hann en vera þó með svona stóran hluta af honum hjá mér.
Útlendingurinn virðist vera alveg sérlega hógvær þar sem það heyrist hvorki hósti né stuna úr þeirri áttinni. Það væri bara svo gaman að vita eitthvað aðeins meira, eiga myndir og vita eitthvað hvaðan hann kemur. Er það hann sem á þessar stóru fætur? háu kollvikin? ... það er svo margt fleira.
Mig vantar alveg nokkra bita í púslið.

Að öðru... í framtíðnni verður 13 okt frátekinn sem afmælisdagur lítillar stelpu sem fæddist í nótt. Ég hlakka til að kynnast henni.

update 14/10 : í hyldjúpum internetsins fundust þónokkrir bitar í umrætt púsl. Fleiri en hafa sést áður. Hressandi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert algjör hetja!!!

Gríshildur sagði...

spennandi púsl...

Nafnlaus sagði...

Já rosalega spennandi allt saman.
Og nota tækifærið og bjóða litlu dömuna velkomna í heiminn :)