þriðjudagur, maí 10, 2005

Í fréttunum áðan var gömul kona. Hún sagðist prjóna mjög mikið. Nema á sunnudögum. Einu sinni dreymdi hana mann sem hafði drukknað. Hann hafði verið á bát sem hvolfdi og var sá eini sem bjargaðist ekki. Í draumnum sagði hann að það væri líklegast vegna þess að hann var í sokkum sem voru prjónaðir á sunnudegi. Gamla konan ákvað að storka ekki örlögunum og hefur ekki pjónað á sunnudögum eftir þennan draum.
Þar hafiði það.

Engin ummæli: