já ég er enn að fagna prófalokum, virðist hafa lítinn tíma til annars. Mér tókst að taka til í svínastíunni sem ég bý í og núna er þetta ekki lengur svínastía.. þetta er heimilli, herbergið mitt bíður betri tíma og mér líður bara ágætlega að vera ekkert inni í því já svona er þetta....
Ég sit núna og bíð spennt eftir því að klukkan verði miðnætti því þá þarf ég að fara að vinna jeijj.. ahh þetta er nú hálf - slappt. Mér tóks að láta einhver fífl fylla mig í gær og núna sit ég og tek afleiðingunum.. veit ekki hvernig ég á að fara að því að vinna til 6 og fara svo aftur að vinna kl 10 úff .. kannski er best að borða bara fullt af kaffibaunum og vera titrandi og skjálfandi .. það er þó betra en að vera að sofna í tíma og ótíma.. ég þarf nú að standa mig í vinnunni
Takk dagsins fær Ómar fyrir að leyfa mér að fá far í bæinn .. ef hann væri ekki svona fínn hefði ég þurft að borga of mikið af peningum í rútu sem fer allt of seint og allt hefði verið ömurlegt. Takk Ommi minn :)
Nú færist yfir mig friður og ró Smartan kveður með sól í hjarta
föstudagur, desember 12, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli