miðvikudagur, júlí 07, 2004

Gaman
Að sjálfsögðu er gaman í sveitinni. Nú er ég rétt að skríða á fætur. Það er sól úti og hitamælirinn sýnir tæpar 17 gráður. Yndislegt. Veit samt ekki hverstu gott húðin á mér hefur af frekari sólböðum, ég missti mig aðeins í gær og var úti allann daginn. Já ég er dálítið rauð. Má ekki vera alveg ber í sólbaði í dag :)
Ljúfa lífið í sveitinni er alveg fínt og nú sef ég í kofanum úti í garði ásamt Birtu og Ósk. Það er fínt.
Hausinn er ekki almennilega vaknaður. Farin að finna mér einhverjar spjarir.

Engin ummæli: