Flugblogg.
Mættum galvösk á flugvöllinn kl 19:15, var búið að láta vita af hálftíma seinkun.
Núna er klukkan 21 og við erum enn á flugvellinum, löngu búin að tjekka okkur inn. Fulli gaurinn er orðin alveg blindfullur og farin að ásækja okkur. Þrátt fyrir að stjarnan sé farin.
Áðan skammaði hann unga stúlku fyrir að vera með húfu, henni gæti ekkert verið kalt á eyrunum hér inni.
Nýjustu fréttir herma að vélin lendi hér kl 22:30. Þá gæti jafnvel verið að við færum í loftið uppúr 23.
Gaman. En hey við fengum fría samloku og kókómjólk.
Djö... en ég drekk bara fleiri bjóra og þá ætti þetta að lagast.
Kannski.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
fulli gaurinn er byrjaður að spila á gítar.
helltu í þig kona
ég vona að þú notir internetið líka í færeyjum, viltu kíkja á hi póstinn þinn sem fyrst, það er mikilvægt. Kv. Þuríður
Hafðu það alveg rosalega gott um jólin!
Sjáumst svo í Eirbergi eftir áramót ;)
Skrifa ummæli