sunnudagur, desember 03, 2006


Hausinn á mér orðin fullur af félagsfræði, ég er komin með hundleið á félagsfræðinni. Hlakka bara til þegar prófið verður búið og ég get farið að læra eitthvað annað.

Ég fór í bónus á fimmtudaginn og keypti nauðsynjavörur fyrir próflestur. Kexið, súkkulaðið og snakkið er búið og ég er ekki einu sinni búin í fyrsta prófinu. Kannski ég borði gulræturnar bara í næstu viku.

Annars er mér búið að detta margt og mikið sniðugt í hug en það er farið út um hitt.

17 dagar.

Jiminn eini ég er bara með þungan félagsfræðihaus. Kannski er hann að ofþorna. Merton, Cooley, Mead, fjölskyldan, skilnaðir, aldurshyggja, gender, social role, stofnun, heilbrigði, hópar, Goffman, leiksvið.... og svo framvegis. Karlmenn skiluðu að meðaltali 19 vinnustundum til heimilsisins árið nítjánhundruðníutíuogeitthvað.. 5? Eins gott að þetta verði fyrst krossinn.
Hring eftir hring....

Já breytti blogginu, eitt af þessum verkum sem ekki er hægt að gera nema í prófum ;)
En þarna sjáið þið svart á hvítu af hverju ég er ekki listamaður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg hjatanlega sammála þér Marta mín með þessa féló, Getur ekki komið nýr dagur akkúrat NÚNA!! skitsó féló ógó bókó

Nafnlaus sagði...

Heyrðu heyrðu!! Ég er nú bara sárlega móðgun fyrir hönd félags sýrðra rjóma dýrkenda að þú taldir hann ekki með þegar þú sagði frá Bónusferðinni! Þetta afbrot og þetta brot á normum samfélagsins mun fara fyrir aganefnd og félagslegt taumhald verður ákveðið í framhaldinu!

Nafnlaus sagði...

Hahahahaha Valus, þú ert brilljant. Alveg rétt, þið töluðuð um sýrðan rjóma í, hva.. 40 mínútur um daginn. Maður náði bara engu sambandi.
Flott útlit hjá þér Marta og ég mæli með gulrótunum, tók heilann poka með í prófið í dag. Þurfti reynar næstum því að koma við á bráðamóttökunni á leiðinni heim til að láta dæla upp úr mér gulrótarakrinum. Kláraði heila uppskeru á Stage I í þjóðfélagsbreytingunum.

Nafnlaus sagði...

Úff og ég sem skráði mig í félagsfræði í HÍ!! Er þetta svona slæmt?
En síðan er mjög flott hjá þér.