þriðjudagur, febrúar 24, 2004

stundum hugsar maður of mikið ... já það er kannski bara fínt er það ekki... hmmm... ég er komin í sel jökla og hyggst eyða hér nóttinni í góðu yfirlæti. Fór aðeins á barinn áðan hitti sæta stráka og prjónaði mér vettlinga... nú þarf ég bara að hafa mig í að prjóna þumal úfff... kannski ég bíði bara þangað til ég hitti ósk hún er svo klár já já... það er nú gaman að segja frá því að yndið hún Lauga er komin með blogg og líka skemmtilega stúlkan sem sinnir einungis sérverkefnum hér í selinu...
já já annars er ég að fara í próf eftir rúma viku og er farin að naga mig í hendurnar... kannski ég ætti bara að hætta því og fara að læra.. þarf nebbla líka að skila verkefni sama dag og prófið er úfffff ég fæ skjálfta kvíðakast og svitabletti bara af því að hugsa um þetta, þá er nú best að hætta því og fara að einbeita sér að einhverju allt öðru
yfir og út...

Engin ummæli: