með hor í nefi og augu á floti já það er góð lýsing á mér þessa stundina. Ég er ennþá á Skaganum, búin að koma börnunum í rúmið eftir mikið japl,jaml og fuður... þau sofa öll í sama rúminu og setningar eins og færðu þig og hættu þessu eru óhjákvæmilegar meðan þau eru að koma sér fyrir... einhvern vegin endaði þetta þó allt í upplausn og allir voru komnir með tár í augun og farnir að barma sér í sitt-hvoru herberginu... en ég af minni alkunnu snilld náði að kyssa og knúsa og hjálpa og bera þannig að nú sofa fallegu börnin í fallega rúminu og dreymir vonandi fallega drauma... ég þarf hins vegar að taka til eftir sprengingar helgarinnar og láta húsið líta sómasamlega út þegar foreldrarnir koma heim... síðast þegar ég frétti af þeim voru þau í fríhöfninni að verlsa vúbbídú...
það verður ágætt að komast heim ... mig langar að hitta fólk á mínum aldri .. já og fara í skólann og á kaffihús og hanga .. he he nú læt ég hljóma eins og ég hafi verð hér árum saman... nei það eru bara 3 dagar ... en í dag er konudagurinn og af því tilefni vil ég óska sjálfri mér til hamingju með að vera kona og sendi hér með
Helgu og öllum hinum sem ég þekki andleg blóm.
Nú ætla ég að vitna í góða konu og segja bara: Njótið hvors annars
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli