jæja þá er ný vika byrjuð og allir hafa gaman að því.. annars gerði ég sitt lítið af hverju um helgina, á föstudaginn hitti ég mínar ástkæru frænkur og við fengum okkur bjór eða kaffi eftir því sem hentaði hverjum og einum voða gaman þar... á laugardaginn fór ég í starfsmannaparty hjá honum Gunnþóri já og viti menn það var bara mjög skemmtilegt... já þar var drukkið og talað og hlegið fram eftir kvöldi, að sjálfsögðu drakk fólk bjór með ostunum.. já bara gaman ég stakk svo af á sirkus og þegar ég var komin þar inn tók bara óminnið við og ég hreinlega gleymdi að ég hefði verið í öðru partyi ... kannski er það bara vaninn að vera alltaf á sirkus... já já svona er þetta.. ég hitti skemmtilegt fólk og annað sem var miður skemmtilegt eins og gengur og gerist en að sjálfsögðu var þetta ekki mikið öðruvísi en venjulega þannig að ég skakklappaðist bara heim um 4, mætti svo hress í vinnuna klukkan 8 á sunnudagsmorgun og skemmti mér í Breiðholtinu fram eftir degi...
annars er það er helst að frétta að það er von á fjölgun á heimilinu .. ég fór með litlu kisuna til dýralæknis í dag og þar var mér tilkynnt að það væru að minnsta kosti tveir kettlingar að vaxa í bumbunni hennar, þannig að hún fékk vítamínsprautu og ormalyf já og maður getur látið sig hlakka til að sjá litla súpersæta kettlinga velta um gólfin og klóra allt sem fyrir verður.
já þá verður gaman að vera til
mánudagur, febrúar 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli