Jaá.... Undanfarna daga hef ég fengið skrilljón hugmyndir af dásamlegum bloggum. Alveg ætlað að varpa út ógurlegum sannleiksdropum og reyna að bæta líf einhvers í leiðinni. Á meðan ég væri að þessu mundi ég finna lausn á öllum heimsins vandamálum og líf okkar yrði ekki samt.
Þegar kom að því að setja þennan sannleik á blað nennti ég því ekki. Ég nennti meira að hanga á barnalandi - jább ég les barnaland endalaust mikið. Ég nennti frekar að refresha mbl og lesa blogg hjá ókunnugum. Jább geri það líka. Les blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Mér þykir meira að segja vænt um sumt fólk sem ég þekki ekki neitt og stundum er ég æsispennt yfir meðgöngum hjá konum sem ég þekki ekki neitt. Bíð spennt eftir fæðingu barns sem ég mun að öllum líkindum aldrei sjá.
Ég kalla barnið mitt stundum rúsínu - því barnið mitt er sætt eins og rúsína. Ég kalla hann líka stundum rúsínurass - þó það sé kannski ekkert fallegt við það, en ég kalla hann það því hann er barnið mitt og mér finnst það krúttlegt. Ég kalla hann stundum Jósafat Bingó því mér finnst það alveg ótrúlega fyndið - mér finnst Jósafat samt alveg stórkostlega ljótt nafn en þegar ég segi það við rúsínurassinn þá verður það fyndið og skemmtilegt og stundum alveg fáránlega lýsandi.
Jæja, einhvern vegin er þetta að þróast útí einhvers konar játningablogg. Ég vildi bara láta ykkur vita að þrátt fyrir endalaust fullkomnun mína þá er ég bara mannleg eins og þið hin - nema ég geri ekki mistök.
Það var eitthvað meira en ég man það ekki.
Grip
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Mér finnst Jósafat Bingó algjört met...og þú líka;)...þarf ég ekki að koma og og og taka eitthvað út hjá þér? mér finnst ég eiga svo mikið eftir eitthvað...og núna ert þú örugglega að horfa á hallæris þáttinn á skjá einum...high school dæmið...er þaggi? ;) heheheh
Hilda uppi
rúsínurass, kúkalabbi, moli, ormur, lubbi, leppur, músi, sigfinnur... já ég kalla bara snúðinn það sem mér sýnist :)
Mér finnst Jósafat meiriháttar og lýsandi!
En jú ég kalla barnið hinum ýmsu nöfnum, en er að reyna venja mig af ,,Túttu" viðurnefninu.
saga greyið á nokkur viðurnefni.. eitt helsta fyrir nokkrum mánuðum var michelin.. en það er nú eila að fara burt með fellingunum blessuðum.. æ ég sakna þeirra..:)
Skrifa ummæli