mánudagur, september 27, 2004

Mánudagur
Þessi helgi fór öðruvísi en hún átti að fara. Hún fór eiginlega bara í vitleysu. Helvíti gaman samt sem áður. Vann á Sirk á föstudaginn. Það var fínt og skemmtilegt. Einungis einn gaur með vesen og hann var með MJÖG mikð vesen og réðst bara á fólk en þá kom Gulli súperman og bjargaði öllu. Henti gaurnum út og lagði hann fallega og á jörðina og hélt honum þar. Gulli fékk um það bil milljón plúsa fyrir þetta múv, ég er ekki frá því að hann geti hreinlega fl0gið. :)
Já þetta var fyndinn föstudagur. Eyddi öllu laugardeginum í mjög gáfulegt hangs heima hjá Helgu, Við ræddum lífsins gagn og nauðsynjar og komumst að því hvernig við gætum gert heiminn að betri stað ef fólk bara leyfði okkur að tala. *hóst*
Laugardagskvöldið var .... fórum á tónleika með Hjálmum, mér fannst alveg gaman en andinn kom ekki yfir mig. Gat einhvern vegin ekki dansað, allavega alls ekki í takt við eitt eða neitt þannig að ég sat bara á gólfinu og ruggaði hausnum.
Við Heiður stungum af og fórum á Sirkus. Við vissum að fólki mundi aldrei detta í hug að leita að okkur þar! Við brussuðums þar um og leyfðum bakkusi að hertaka hjarta okkar. Sátum upp, það kom einhver svíi og settist hjá okkur, við ákváðum að fá okkur skot og bjóða grey svíanum með okkur. Svo gat svíinn ekki klárað skotið. Var greinilega ekki fyrir svona sterkt vín. Við gátum alls ekki sætt okkur við það og spurðum hann hvort hann væri nokkuð kelling og aumingi fyrst hann gæti ekki drukkið eitt skot, og það svona aumingja skot eins og vodka beilís... aumingja maðurinn skammaðist sín bara og fór!!!!! Aumingja maðurinn hann hefur örugglega bara orðið hræddur við lætin í okkur.
Ég dansaði líka eins og vitlaus manneskja. Fór í eltingarleik í krigum tvo útlendinga. Eyddi hálftíma í að vera fúl yfir að vera að passa einhvern jakka fyrir Heiði en svo var hún horfin og ég fann ekki jakkann. Svo kom Heiður bara til baka í jakkanum!!! Ég hefði átt að passa hann soldið betur!!!
Þetta var samt helvíti skemmtilegt. Finnst samt eins og ég hafi verið með mikil læti og kannski dálítinn brussuskap. Mórallinn er ekki enn komin og mér finnst ólíklegt að hann láti sjá sig héðan af.
Fékk smá panik-kast á föstudaginn þegar mér tókst að læsa mig úti á Sirkus. Alltí einu hafði lykillinn bara beyglast og passaði ekki í skrána. Það var fullt af fólki í röð úti og líka fullt af fólki inni að reyna að komast út. Ég stóð úti í um það bil 10 mín að reyna að opna. Gekk sem betur fer að lokum þegar ég var alveg að missa það og var farin að sjá fyrir mér að ég þyrfti að klifra uppá þak til að komast inn. Eða að allir inni væru komnir með innilokunarkennd frá helvíti og byrjaðir að berja hvern annan.
Jæja já.. kannski ég ætti að fara að vinna upp slux helgarinn og gera e-ð !!!
nú er ég samt orðin foreldri 4 barna í viku á meðan foreldrar mínir skemmta sér á Krít. Það gæti verið smá vinna þar sem börnin hafa lítið að gera á daginn nema drasla til ein heima á meðan ég er í skóla en þau í verkfalli.
jæja læra núna ...

Engin ummæli: