fimmtudagur, september 16, 2004

Það er erfitt hjá smáfuglunum núna....
æji... mér finnst erfitt að hugsa og erfitt að skrifa. Hún á svo bágt greyið. Þessi stelpa sem ég þekki sem á erfitt líf um þessar mundir. Það er erfitt að vera til þegar lífið er endalausar brekkur, þegar maður er þreyttur þá verða litlar brekkur stundum eins og fjöll.
Það er vont að geta ekkert gert. Ég get samt verið vinkona hennar og staðið mig í því.
Jæja...
Svona er víst lífið í öllum sínum fjölbreytileika.

Engin ummæli: