hér gerast undarlegir hlutir.
Það er þráðlaust net heima hjá mömmu. Við erum með 3 fartölvur núna. Við sitjum 4 inní sama herberginu og erum að tala saman á msn. Það er gjörsamlega útí hött en svo fyndið að ég get ekki hætt.
Ég ætlaði að hafa foreldaðar kjúklingabollur, pizzu og franskar í matinn. Allt saman beint úr frystikistunni. Þegar ég byrjaði að elda meintar kjúklingabollur gaus upp fiskilykt. Þetta eru fiskibollur. Nú bíðum við eftir kvöldmatnum sem eru fiskibollur, pizza og franskar, ekki má gleyma kokteilsósunni.
Ég er alfarið á móti þessu veðri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli