fimmtudagur, september 02, 2004

komin suður...
kom heim í gær í mesta drasl sem ég hef séð um ævina, mér féllust hendur svo ég fór bara aftur út og drekkti sorgum mínum í kaffi.
Skólinn er byrjaður og það er fínt, ég er búin að fá flestar bækurnar og sit núna og dáist að fegurð þeirra, sérstaklega þykir mér líffærafræðibókin vera falleg.
Við Svandís fórum akandi til Akureyrar eldsnemma í gærmorgun, tókum tvo nýja pajero jeppa og keyrðum um eins og þær prinsessur sem við erum.
Ég lét næstum því lífið í flugvélinni, flugfreyjan bjargaði mér og leyfði mér að fara í flugstjóraklefann og sitja þar það sem eftir lifði ferðar. Þá var ég alltí einu alltí lagi. Svona er heimurinn skrýtinn.
Annars er hálf undarlegt að vera komin í bæinn og vera byrjuð í skólanum. Það hlýtur að venjast fljótt,ég vona þó að ég nái að halda stressinu í skefjum og halda áfram að vera í sveitagírnum. Er samt strax byrjuð að hlaupa á eftir strætó.
Hef haldið vel við mín plön. Ætti að geta sent gömlum vini bréf eftir um það bil tvær vikur. Finnst eins og stóra skýið hafi verið tekið af hausnum og nú er bara að muna að halda sér við efnið.
Bráðm get ég munað allt!
Aumingjablogg.
Smartan biður að heilsa í bili, bless á meðan!

Engin ummæli: