þriðjudagur, ágúst 24, 2004

sveitasögur.
hér kom ung kona í gær og sagðist heita Twiggy, hún leigði sér herbergi og svaf þar í nótt. Svo sem ekki í frásögu færandi. Hún kom í morgun í morgunmat um það bil einni mínútu eftir að morgunmat lauk en ég sá aumur á henni og færði henni á borðið allt sem hana vanhagaði um. Hún sat og dundaði sér við að borða meðan við hin biðum með óþreyju eftir að geta gengið frá almennilega þar sem það var von á um 200 manns í mat klukkutíma síðar. Jæja alltí lagi með það. Twiggy fer inní lobbý og spyr hvort það sé ekki í lagi að hún fái gest á herbergið sitt í ca klukkutíma. Jú,jú segir grandalaus lobbystarfsmaðurinn og eftir smástund kemur maður inn sem tekur í höndina á T. og segist heita James. Þau fara inní herbergi. Um klukkutíma síðar fara þau bæði út en þó hvort í sínu lagi. Þegar farið er að þrífa klósettin kemur í ljós að Twiggy hefur stungið af frá ógreiddum reikning og skilið lykilin eftir á klósettinu. Sagan segir að James hafi verið mjög fullnægður á svip þegar hann fór héðan út. Eftir miklar pælingar höfum við komist að þeirri niðurstöðu að T hótelið hefur verið notað sem vændishús. Verst þykir mér þó að stúlkan sá sér ekki einu sinni fært að greiða fyrir herbergið :)
Ég fór í sund seinnipartinn og það fyrsta sem ég sé er umrædd Twiggy að sóla sig á bekk í mestu makindum!!!!
Alveg stórmerkilegt. Nennti þó ekki að synda á eftir stúlkunni og rukka fyrir herbergið, hefði kannski átt að gera það og stinga peningunum í vasann.
Ég sver að innbyggður björgunarhringurinn minn er að stækka. Skil ekkert í þessu þar sem ég kann alveg að synda.
Skemmtilegt að það skuli enn vera sumar.
Finnst eins og eitthvað mjög skemmtilegt hljóti að fara að gerast.
út!!!

Engin ummæli: