sunnudagur, ágúst 15, 2004

Hér er ég.
Mikið er nú gott að vera í sveitinni. Ég vinn við að bera fram morgunmat. Það er ágætt. Eini gallinn er eiginlega að ég þarf að vera mætt í vinnuna klukkan 6 að morgni til. Góði parturinn er hins vegar að ég er búin að vinna klukkan 11 og þá er allur dagurinn eftir og það er gott að þurfa ekki að vera að vinna inni í svona góðu veðri. Merkilegt að ég náði alveg að skrifa 3 línur áður en ég fór að minnast á veðrið. Gott,gott, gott það er það eina sem hægt er að segja um það. 21 gráða segir tölvan núna. FÍNT! Skólinn nálgast óðfluga og það er að gera mig dálítið stressaða. Kunningjakona mín hér er búin að bjóða mér efnafræðibækur til aflestrar og að sjálfsögðu þáði ég boðið. Ég þori hins vegar ekki að sækja bækurnar því mér finnst mjög líklegt að ég muni fá sjokk og ekki skilja neitt. Ó vell, það mun reddast.
Ég sá pínulitla kínverska konu í lóninu, hún var með handakúta. Þess má geta að lónið er um 140 cm þar sem það er dýpst. Ég sá sömu kínversku konuna í sturtu þar sem hún skrúbbaði sig eins og hún væri rétt að stíga uppúr mannaskítsbaði. Ég fór í vinnuna og viti menn, sat ekki sama pínulitla kínverska konan að borða morgunmat. Síðan er ég búin að sjá hana á sirka klukkutíma fresti. Kannski þetta sé útsendari að njósna um mig. Ég meina, maður veit aldrei.
Þuríður finnur bara lykla að númer 27 en það er ekki inni heldur bara eitthvað allt annað.
Birta kom skreppitúr með flugvél frá ísafirði. Óskaplega gaman að því.
Við fórum út á vatn um daginn á bát. Rerum út á minnsta sker sem ég hef séð. Það var meira að segja heimatilbúið. Skerið var um það bil hálfur metri á kant. Nei kannski ekki alveg svo stórt. Það var dálítið undarlegt að vera á skeri úti á miðju vatni. Það var sól og mikill hiti og þetta var alveg yndislegt. Ósk tilkynnti með miklum látum að hún ætlaði sko að vera Kleoparta í þessari ferð og ekki snerta á árum. En áður en við vissum af var hún farin að róa ein og gerði það af stakri snilld. Hitti á skerið og allt saman. Nenntum ekki að róa til baka þannig að Bjarni setti mótorinn í gang og skutlaði okkur þetta. Gerði góða bátsferð enn betri með því að far í hringi og búa til öldur. Þurftum reyndar tvær tilraunir til að komast í land, en hvað er það á milli vina.
Jæja einhver er farin að bíða eftir tölvunni svo það er bara best að fara að bora soldið meira í nefið. Kannski ég smakki smá hor.
hey gleymdi einu. Mér tókst að fara í sveitina með fulla tösku af dóti. Í töskunni var enginn brjóstahaldari og bara tveir stuttermabolir. Ég er mestmegnis búin að vera í sama stutta kjólnum síðan ég kom hingað og sundfötum innan undir til að halda blessuðum brjóstunum á sínum stað. Múhahahhaahah!!!! Hin fötin eru bara inní skáp en það er eins gott að ég kom með þau því ég gæti mögulega kannski þurft að nota þau......
ohh einhver annar vill nota tölvuna :(
HMmmmm jæja hef hvort eð er ekkert meira að segja. Bið að heilsa í sorann.
Yfir og út.

Engin ummæli: