Veit ekk hvað ég á að gera í þessu. Hvort ég á að reyna að vera skemmtileg eða bara röfla frá mér allt vit.
Ég get byrjað á sögu: Í dag ákvað ég að baka pizzu. Það gekk nú alveg ágætlega, var búin að ákveða þetta í gær svo það var búið að versla allt sem þurfti og svona. Ég gerði þennan fína pizzabotn og svo ætlaði ég að fara að raða álegginu á og þá kom í ljós að pepperonið var horfið, ég leitaði og leitaði og leitaði en Nei, það bara fannst alls ekki. Þegar við vorum búnar að gefa upp alla von þá alltí einu birtist það leit, í ísskápnum, undarlegt, við Ósk vorum báðar búnar að fara í gegnum ísskápinn að minnsta kosti tvisvar. Þetta á sér örugglega yfirnáttúrulegar skýringar, það er ég alveg viss um.
Annars er allt bara rólegt hér í selinu, allir sofandi nema ég. Mér hálf-leiðist þetta, það er að segja þessar blessuðu næturvaktir. Nei, ég ætla bara að segja það sem mér finnst, ÉG ÞOLI EKKI ÞESSAR HELVÍTIS DJÖFULSINS NÆTURVAKTIR, ég þoli ekki að ég hafi verið líka að vinna daginn fyrir sumardaginn fyrsta og svo aftur núna, ég HATA næturvaktir.
Yfir og út
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli