fimmtudagur, maí 13, 2004

Fínt, fínt, fínt. Gott veður og rólegt andrúmsloft. Ég fór í uppáhaldsbúðina hennar Dorritar og keypti mér frábært pils, glæsilegan bol og stórkostlega skó, JESSSSS!!!! það er svo gaman að eiga ný föt. Nú bíð ég bara eftir laugardeginum, þá ætla ég að spóka mig í fötunum og vera mesta gella í geimi.
Áðan fór ég á danssýningu í Brekkubæjarskóla, til að horfa á systkini mín dansa. Þegar ég kom inn heyrði ég kennarann skammast og þetta var nú alveg grunsamlega kunnuglegt, þegar farið var að athuga málið þá sá ég að þetta var sama kennslukonan og skammmaði mig í 9 ár samfleytt þegar ég var barn í grunnskólanum á Ísafirði. Nú dundar hún sér við að skamma litlu systir mína. Já, Ísland er svo sannarlega lítið land. Gaman að sjá blessuð börnin dansa. Það var sérstaklega fyndið að horfa á einn hópinn dansa, í honum voru stelpurnar um það bil 2 metrar og strákarnir svona um 70 cm, kannski smá ýkjur en það var allaveg mikill stærðarmunur. Nú skil ég alveg af hverju mér fannst strákarnir í mínum árgangi vera smábörn þegar ég var unglingur, he he he..
Mig langar að fara aftur í líkamsrækt en ég bara nenni því ekki.
Mig langar að láta til skarar skríða.
Það er komið sumar :D

Engin ummæli: