þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ég þekki of mikið af skemmtilegu fólki.
Málið er að ég þarf að læra og gera sitthvað sem krefst þess að ég sitji ein einhvers staðar og hugsi mitt mál. Það virðist vera óskaplega erfitt í kringum allt þetta yndislega fólk. Sjálfsagi. *hóst*
Ég vil nota tækifærið og þakka færeyingum fyrir að vera svona skemmtilegir. Yndislegra fólk er vanfundið. Ég fór á mjög skemmtilega útgáfutónleika hjá Eivöru á sunnudaginn. Eftir tónleikanna var líka gaman. Ég stóð uppi á stól. Ég horfði á fólk syngja blús. Ég dansaði og skemmti mér í alla staði konunglega. Mér sýndist hinir gera það líka.
Í morgun leið mér eins og heilinn á mér væri ein lítil baun umlukin svörtu skýi. Núna er baunin óðum að stækka og hver veit nema ég verði búin að ná fyrri virkni áður en langt um líður.
Njótið.
p.s. Föstudagur = thíhí!

Engin ummæli: