miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ái
Ég heiti Marta og mér er illt í hálsinum. Ég er með svo undarlega hálsbólgu að ég er orðin pínu hrædd við hana. Er búin að upphugsa alls kyns sjúkdóma sem ég gæti mögulega verið með. Ákvað að brjóta odd af oflæti mínu og panta tíma hjá lækni á morgun. Núna bíð ég spennt eftir að morgundagurinn renni upp og ég fái bót meina minna.
Vann í gær. Dundaði mér í smástund við að skoða óskilamuni. Ég fann: gallabuxur, boli, peysur, hlíraboli, debetkort, síma og að sjálfsögðu húfur, vettlinga og sjöl. Mér finnst dálítið gaman að sjá hvað fólk skilur eftir.
Því miður fann ég hvorki fjólubláa húfu né debetkortið sem mig langaði að finna.
jæja... njótið lífsins kæra fólk.

Engin ummæli: