þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Þjóðarbókhlaðan. Klukkan er 17:10. Það segir mér að ég hef einn klukkutíma (60 mín) og 50 mín til viðbótar til að fanga vitneskju uppúr sérlega áhugaverðum skólabókum mínum.
Er samt alveg viss um að heili minn getur ekki tekið á móti nýrri vitneskju fyrr en ég er búin að innbyrða eins og eitt plastmál af drullupollalituðu skólpi sem kennt er við kaffi og er selt á okurprís á kaffistofu hússins. Kannski ég fái mér sígó með, svona til að hressa andann.

Engin ummæli: