föstudagur, nóvember 26, 2004

Föstudagur.
Jamm og já þá er komin helgi enn einu sinni. Hvað skyldi maður nú gera mikla vitleys um þessa helgi?? jah, maður spyr sig. Takmarkið er að vinna í kvöld, ætla meira að segja að reyna að halda mig á hinni merku mottu. Á morgun er takmarkið að gera ekki neitt nema læra. Ég ætla rétt að vona að ég muni standa við þessu merku plön. Æji ég veit ekki....
Stundum er bara svo óskaplega leiðinlegt að sitja ein heima eða að heiman og læra. Jafnvel þó að efnið sé skemmtilegt.
Mig langar að hitta ykkur hin í óminninu. Hunskist nú út í lífið og veitið mér þá skemmtun sem mér er nauðsynlegt að fá til að lifa af á þessum síðustu og verstu tímum.
Eða bara étið það sem úti frýs.

Engin ummæli: