föstudagur, nóvember 12, 2004

Ég á nýja skó!!!! Sagði söguna af nýju skónum svo oft í gær að ég er eiginlega komin með leið á henni og þar með hefur sagan misst skemmtanagildi sitt. Ekkert gaman að hlusta á mig segja sögu sem ég er komin með leið á. Í stuttu máli fékk ég nýja skó sem eru ótrúlega flottir. Ég gat meira að segja skilað gömlum skóm sem komið hafði í ljós að voru gallaðir og fyrir þá fékk ég 5000 kr innleggsnótu svo gaf mamma mér rest uppí stórkostlega strigaskó sem kostuðu 10 þús. Ég elska nýja skó. Það er ótrúlegt hvers konar lífsfyllingu nýjir og flottir skór gefa manni. Ennþá betra er að skórnir eru converse, háir og uppreimaðir, svartir með rauðum saumi og úr rúskinni. Alveg hreint rosalega flottir segi ég nú bara.
Barinn í gær. Var reyndar að vinna en það var bara fínt. Alveg fullt af fólki og fleir skemmtilegir en leiðinlegir. Ég ætla samt að segja ykkur frá leiðinlega fólkinu.
Marta: "jæja kæra fólk nú er búið að loka. Mér þætti vænt um að þið færuð svona að undirbúa heimferð."
Fólk:"en við ætlum að klára bjórinn, við erum búin að kaupa bjór og við eigum rétt á að klára hann. Við skulum fara út þegar allir hinir fara út:"
Marta:" nei,nei svoleiðis virkar það ekki. Þið verðið að fara að drífa ykkur."
Ég fer og geri e-ð annað. Korteri síðar, klukkan orðin hálf 2(þess má geta fyrir ykkur sem ekki vitið að barinn lokar klukkan 1)
Marta: "jæja...."
Fólk:"Sko við erum búin að kaupa bjór.... "
Marta:"já þið getið fengiði plastglas"
Fólk:"nei, við höfum rétt á að drekka bjórinn bla bla bla"
þau byrja að tala útum endarþarminn á sér.
Marta: "það væri allavega rosa fínt ef þið gætuð staðið upp svo ég geti haldið áfram að vinna"
Fólk: "það er ekki möguleiki"
Svo varð þetta nú ekki mikið meira en þau fóru út að lokum eftir mikið japl, jaml og fiður.
En ég var kurteis. Það er alltaf gott.
En allavega... í galli er kólesteról og galllitarefni.
Snjórinn er komin.
lifið í lukku en ekki í krukku :)


Engin ummæli: