Skemmst frá því að segja að við röltum niður skólavörðustíg í makindum. Ég, 7 ára gamalt barnið og hundurinn. Þegar við löbbuðum fram hjá búð nokkurri á leiðinni sá ég hvar Birgitta Haukdal stóð fyrir innan gluggann Ég sagði barninu að líta inn um gluggann. Barnið gerði það og andlitið gjörsamlega datt af henni. Það kom einn mesti undrunarsvipur sem ég hef séð og svo hvíslaði hún:" Marta, þetta er Birgitta Haukdal". Ég jánkaði því og svo héldum við áfram að labba. En eftir smástund kom Birgitta út úr búðinn og gekk í smá stund nokkrum skrefum fyrir aftan okkur. Blessað barnið vissi ekki hvert hún átti að snúa sér, hún gat ekki einu sinni talað á meðan á þessu stóð. Hún labbaði bara áfram stíf og strokin. Við fórum svo á Prikið og þegar barnið sá mömmu sína stóðst hún ekki mátið heldur hljóp inn hálf-grátandi og sagði:"mamma mín, mamma mín, mamma mín. Veistu hvað ég sá?!?!?!!?".
Engin ummæli:
Skrifa ummæli