laugardagur, nóvember 06, 2004

Gamla góða eða...
Ég er að vinna. Vinna í gömlu góðu vinnunni. Með hressa og félagslynda fólkinu í seli sem kennt er við jökla. Vinna í gær og í dag, allir veikir og bráðvantaði aukavakt. Svo sem fínt að vinna svo að helv.. innheimtumaður ríkissjóðs geti hirt af mér það sem ég var talin skulda í skatt. Æji ... peningar smeningar, tal um peninga finnst mér niðurdrepandi. Niðurdrepandi og leiðinlegt. Kannski smá hallærislegt, ekki get ég verið þekkt fyrir að tala um e-ð sem er ekki hip og kúl. Ég er hip og kúl. Hálf tími þangað til ég verði búin hér. Einn og hálfur tími þangað til ég fer í hurða-vinnuna mína. Samt er ég manneskja sem er á námslánum og vinn ekki.
Fór út í gær. Yfirgaf barinn svona 3x með þeim orðum að nú væri ég farin heim. Það gekk einhvern vegin ekki upp. Ég komst ekki svo langt að fara heim fyrr en ég hljóp út klukkan 5 og náði leigubíl og fór heim áður en heilanum gafst tími til að skipta um skoðun. Það var hundleiðinlegt úti. Hitti samt Leif, það bjargaði heilmiklu.
Jæja er að spá í að greiða mér eða bara bora í nefið þangað til strætó kemur og ég þarf að hlaupa....
Sjáumst vonandi í kvöld

Engin ummæli: