föstudagur, desember 03, 2004

Hmpf.
Jæja, ætti ég að byrja á þessu núna? Nei, fyrst þarf ég að hella uppá kaffi, drekka kaffið, reykja eina sígó og kannski pissa.
Ok, búin að þessu öllu, best að setjast niður og byrja... Nei það er ekki alveg nógu gott karma í herberginu. Kannski það sé best að ryksuga aðeins. Já það er góð hugmynd. Fyrst ég er byrjuð að ryksuga þá er eins gott að þrífa eldhúsið líka. Já kannski þarf líka að þurrka af, vökva blómin, skreyta fyrir jólin. Hmmm... er leiðarljós að byrja? Já, ég horfi á það og byrja svo.
Leiðarljós búið, nú er ég svöng. Langar ekki í ristað brauð. Kannski er góð hugmynd núna að elda góða matinn sem ég eldaði ekki þegar ég átti afmæli. Það tekur bara smá stund, já geri það.
3 tímum síðar. Æji nú er ég svo södd að ég get ekkert byrjað á þessu strax. Horfi á einn þátt í tv og byrja svo. Já, það er besta hugmyndin.
Nokkru síðar. Æji, klukkan er orðin svo margt að dagurinn er eiginlega búin. Kannski ég fái mér einn bjór, get hvort sem er ekki byrjað á þessu í dag, tekur sig ekkert að byrja svona seint.
Já, ég læri á morgun.
Batnandi mönnum er best að lifa, er það ekki?

Engin ummæli: