miðvikudagur, desember 22, 2004

jamm og jæja.
ég er víst byrjuð í nýrri vinnu. Mér finnst sú vinna alveg hundleiðinleg verð ég að segja. Ég er að vinna frá 8-17 og það má ekki reykja í vinnuni!!! Ég get nú alls ekki sagt að ég sé mjög hress með það. Læt mig nú samt hafa það þar sem ég ætla bara að vera í þessari vinnu í tvær vikur. Veit samt ekki alveg hvað ég mun gera eftir það ... en ég mun finna e-ð, er meira að segja búin að fara í tvö viðtöl og ætla að sækja um á einum stað í fyrramálið. Ég er eiginlega alveg viss um að ég á eftir að enda með að vera með alltof mikla vinnu. Bla bla bla djöfull er þetta leiðinlegt.
Það kom eitthvað undarlegt upp í mér þessa helgina og ég nennti hreinlega ekkert að vera á barnum. Sat bara heima og dofnaði upp.
Þessir heilögu eru alltí einu ekkert svo heilagir lengur. Því fleiri bjórar því minni heilagleiki, það gerir dæmið samt bara skemmtilegra.
Helga gerir góða kókossúpu

Engin ummæli: