Jakkinn
Veit ekki hvort ég var nokkurn tíma búin að deila með ykkur hvað ég á yndislegan jakka. Ég fékk lánaðan jakka um daginn. Gamlan, bláan leðurjakka. Ótrúlega flottan. Síðan eru liðnir þónokkuð margir dagar. Jakkinn verður alltaf fallegri og fallegri. Nú er svo komið að ég á í ástarsamband við jakkann. Hann hefur allt sem þarf. Hann er flottur, þægilegur og passar fullkomnlega. Hann er líka hlýr og bara allt. Hann hefur allt sem góður jakki þarf að hafa. Góðir vasar prýða hann. Það er jafnvel svo að mér finnst ekki hægt að lýsa því hvað þessi jakki er góður og frábær og yndislegur. Hann gerir allt betra.
Mér finnst gaman að tala um jakkan með miklum eldmóði. Sá eldmóður skilar sér ekki nógu vel í orð.
Ætli það sé til of mikils ætlast að vilja hitta manneskju sem toppar jakkann?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli