laugardagur, október 30, 2004

jahérna hér!!
Ótrúlegt en satt þá sit ég á bókhlöðu þjóðar vorrar og rembist eins og rjúpan við staurinn við að læra lífefnafræði. Var meira að segja komin hingað fyrir 12!!!! Ég vil minna ykkur, kæru lesendur, á að það er laugardagur og ég heiti Marta. Mér tókst ætlunarverk mitt í gær, ég kíkti út. Já rétt kíkti og fór svo heim fyrir 2!!!! mér finnst þetta alveg stórmerkilegur árangur. Mér fannst alveg ótrúlegt að það var ennþá dagskrá í sjónvarpinu þegar ég kom heim. En mikið er nú gott að vakna hress og vera með um það bil jafnmargar virkar frumur í kollinum í dag og í gær. já já...
Ég er samt með hálsbólgu, ætli það sé útaf því að ég drakk ekki nógu mikið áfengi í gær til að drepa sýklana sem eru í hálsinum?? kannski hálsinn á mér sé orðin vanur því að fá e-ð sterkt á föstudögum til að drepa uppsafnaða sýkla vikunnar. Jah, maður spyr sig.
En jæja best að halda þessu áfram.

Engin ummæli: