mánudagur, október 25, 2004

Jæja...
Nú hefst raunveruleikinn aftur. Hann skellur á mig með fullum krafti í dag. Airwaves er búið. Ég er með dálítinn lopa í höfðinu og kroppurinn er aumur eftir erfiða helgi. Nú verður samt tekið á þessu öllu af krafti. Úff.....

gaman að læra um anoraxíu og svoleiðis hluti. Kannski gaman sé ekki rétta orðið, frekar spennandi. En nú erum við að þræta um hvort spice girls voru mjóar eða ekki.
Það er nú bara gott að vera komin aftur í skólann. Nú er stefnan tekin á að vera hér þangað til jólin koma.
Vantar nýtt dót.

Engin ummæli: