þriðjudagur, október 19, 2004

æji þetta er allt saman hálf ömurlegt.
Ég nenni ekki að læra. Ég er ekki í vinnu, nema stundum, og hvað hef ég þá annað að gera en að læra?!? Búin að skoða allt sem ég gæti skoðað á netinu. Allavega allt sem mér dettur í hug að fara að skoða. Er búin að taka lífefnafræðibókina uppúr töskunni en mér verður bara illt af því að horfa á hana. Ég er búin að vera mjög löt við að læra og er komin með samviskubit. Það er ömurlegt, samt nenni ég ekki að læra til að losna við samviskubitið því ég veit að ég þarf að læra svo mikið til að allt verði í lagi.
Svo eru airwaves um helgina og ég ætla að fara á marga tónleika og líka vinna. Þá er enginn tími til að læra. Allt bara frekar ömurlegt.
Hef ekki séð neitt merkilegt síðan á föstudaginn. Það er líka ömurlegt.
Það er kalt úti. Það er líka rok. Arg og garg!!!! ég leyfi mér að blóta, helvítis djöfulsins vesen er þetta allt saman. Stundum væri svo gott að fljóta bara með og gera ekkert í þessu.
Ég á engan andskotans pening, kannski það sé rótin að þessu öllu saman.
Ok nú verð ég að gera e-ð í þessu.
Ég get verið glöð yfir því að það er ekki rigning.
Ég get verið glöð yfir því að ég á armband á airwaves.
Ég get verið glöð yfir því að það verður vonandi ekki svona kalt alltaf.
Ég get verið glöð yfir því að ég er í hlýrri flíspeysu með stórum kraga.
Ég get verið glöð yfir því að einu sinni gaf þorgerður mér peysuna.
Ég get náttúrulega haldið áfram að vera glöð yfir jakkanum.
hmmmm.... hvað meira
Ég get verið glöð yfir að þurfa ekki að labba í hálftíma til að komast heim.
Glöð yfir því að vera ekki að vinna úti núna.
glöð yfir góðum vinum og fjölskyldu.
Svo verð ég bara að koma á friði í heiminum og sjá til þess að allir hafi í sig og á. Þá verður allt betra.
og hana nú!!!

Engin ummæli: