þriðjudagur, október 05, 2004

Eymd og volæði.
Með hor í nefi, hóst í hálsi og almennt ógeð. Hvers á maður að gjalda??!? Mér er kalt. Ég hef engan tíma til að standa í þessu, ég vil vera skýr í kolli og anda djúpt án átaka. Það er víst ekki í boði í dag.
Ég get samt verið glöð yfir því að ég þarf ekki lengur að keyra Akranes-Reykjavík- Reykjavík -Akranes á hverjum degi.
Í gær var ég handviss um að lífi mínu væri að ljúka þegar ég keyrði Kollafjörðin í 44 m/sek og brjáluðum sandstormi. Sem betur fer er ég hér til að segja þessa sögu... já ég get víst verið glöð yfir því líka.

Var vakin fallega í morgun af 7 ára gömlum höndum sem komu og knúsuðu mig. Þá áttaði ég mig á að ég hef saknað Birtunnar.

Ætlar þetta rok aldrei að fara og feykja einhverjum öðrum en mér útí veður og vind?

Engin ummæli: