miðvikudagur, apríl 21, 2004

Vor, vor, vor. Það er að koma brum á trén og rigningin lyktar af betri tíð með blóm í haga.
Ég er stödd hér í selinu góða og héðan er allt gott að frétta, vær svefnhljóð berast úr öllum áttum nema einni, þar er sjónvarpið að garga. Fullt af kaffi á könnunni og bara fínt að vera til.
Fjóla kom í heimsókn til mín í dag með ungana sína. Undarlega sætir þessir drengir og gaman að fá þau öll í heimsókn. Veit ekki hvort blessaðir kettlingarnir skemmtu sér eins vel, þar sem þeir voru kreistir og knúsaðir og haldið á þeim í hinum undarlegustu stellingum.
Jæja, læra kannski. Linkage, chromosome, molecules of lifa... allt þetta bíður skýringa. yfir og út. Nei takk, ekki segja mér, ég vil ekki vita það.

Engin ummæli: