mér líður loksins eins og ég sé að gera e-ð af viti. Allar línur í kollinum virðast vera að virka og loksins nenni ég að sitja yfir lærdómnum. Þó það sé sól úti. Ég er búin að eyða öllum deginum í e-ð skólatengt og þó ég hafi ekki verið að læra í allan dag þá er ég samt búin að vera að hugsa um bækurnar. Gott, gott.
ding ding ding "bókhlöðunni verður lokað eftir 15 mínútur".
Alltí einu leið mér eins og ég væri að fara í flugvél
Lítill fugl hvíslaði því að mér að Unnur ætti afmæli í dag. Ég nota hér með tækifærið og blæs kveðjum til þín Unnur,njóttu dagsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli