föstudagur, apríl 23, 2004

Ég er að passa auma kisu. Það er búið að raka helmingin af feldinum af og hún hefur misst hæfileikann til að fjölga sér. Hún liggur bara og starir á gólfið, örugglega ringluð í kollinum. Mér finnst hún líta út fyrir að geta dottið á hverri stundu. Greyið.
Eyddi deginum í að stuðla að friði í heiminum. Þetta kemur allt með kalda vatninu.

Tilkynning: Mig vantar manneskju til að búa með mér í sumar. Ósk er að fara að vinna á mývatni og því er herbergið hennar til útleigu á meðan. Þetta er fínt herbergi. Frjáls aðgangur að öllu öðru innan íbúðarinnar, að undanskyldu mínu herbergi. Kostar lítið. Herbergið er staðsett í kjallara í tvíbýlishúsi í Frostaskjóli 4. Um korters labb á Austurvöll, 5 mín í vesturbæjarlaug og ennþá styttra í bestu ísbúð bæjarins við Hagamel.
Allavega ef e-n vantar íbúð í sumar endilega hafa samband. Þar sem ég á tvo ketti er ekki æskilegt að leigjandi sé með ofnæmi.


Annars er planið að skipta um skó og dunda mér svo við að opna og loka hurð í kvöld. Sjáumst.

Engin ummæli: